Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 848  —  167. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur.

Frá Bergþóri Ólasyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.


    Í stað dagsetningarinnar „1. apríl 2023“ í 1. mgr. 24. gr. komi: 1. janúar 2024.

Greinargerð.

    Lagt er til að gildistöku laganna verði frestað til 1. janúar 2024. Þar með gefst færi á því að bíða niðurstöðu þess starfshóps sem falið var að meta reynsluna af þeim breytingum sem gerðar voru á norska regluverkinu um leigubifreiðar og tóku gildi 2020. Gert er ráð fyrir að niðurstöður starfshópsins liggi fyrir næsta vor.